Sportpakkinn: Allir nema einn af þeim tuttugu bestu í heimi með á Players í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 17:00 Norður Írinn Rory McIlroy fagnar hér með bikarinn eftir sigur á Players meistaramótinu í fyrra. Getty/David Cannon Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17. Golf Sportpakkinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn