Að velja það besta Þórir Garðarsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti. Lífskjör landsmanna eru betri í dag en áður vegna ferðaþjónustunnar. Við núverandi aðstæður tapast hins vegar að meðaltali um 1,5 milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum degi á meðan engir ferðamenn koma til Íslands. Kjör fólks og afkoma er í hættu. Það þrengir verulega að og lífsnauðsynlegt að bregðast við nú þegar til að laða erlenda ferðamenn á ný til Íslands þegar samgöngur við önnur lönd komast í lag. Ísland hefur góða sögu að segja í baráttunni við Covid-19 og fólk frá öðrum löndum hefur áhuga á að koma hingað á ný þegar það verður öruggt. Ísland er þó ekki eina land heimsins sem mun bjóða ferðamenn velkomna á ný. Ljóst er að framundan er mikil barátta um heim allan um fólk sem vill ferðast og upplifa spennandi umhverfi og aðstæður. Til að Ísland verði í hugum þess, þegar ákvörðun um ferðalög er tekin, þarf kraftmikla og viðvarandi markaðssetningu næstu vikur, mánuði og misseri. Þannig er markaðsherferðin „Saman í sókn“ hugsuð. Nú þegar úrslit í útboði Ríkiskaupa um nálgun og inntak herferðarinnar liggur fyrir er mikilvægt að hefjast handa sem fyrst til að geta verið tilbúin þegar glugginn á erlendum lykilmörkuðum Íslands opnar. Vænlegust til árangurs Fimmtán öflugir aðilar tóku þátt í útboðinu sem fór fram á EES-svæðinu samkvæmt ströngum skilyrðum og reglum sem voru skilgreindar í útboðsgögnum. Eftir mikla yfirlegu stóð uppi ein nálgun sem valnefnd valdi besta fyrir Ísland og vænlegasta til árangurs. Það er kjarni málsins. Það getur verið mjótt á munum í opinberum útboðum, rétt eins og í íþróttum þegar jöfn lið eigast við eða þegar sigurvegari í spretthlaupi kemur sjónarmun á undan öðrum í mark. En þeir sem vinna hampa gullinu. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að rétt sé að ganga fram hjá þeim sem urðu efstir í útboðinu og ganga frekar til samstarfs við þá sem urðu í öðru sæti. Þeir sem það vilja gera eru í raun að krefjast þess að lög um opinber innkaup og EES-samningurinn verði brotinn. Þar með væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni því eins og Ríkiskaup benda á þá byggja lög um opinber innkaup á þeirri forsendu að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og því skylt að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. „Með þessum hætti hafa íslensk fyrirtæki einnig aðgang að útboðum um alla Evrópu. Þetta fyrirkomulag er til að auka hagvöxt á evrópska efnahagssvæðinu og draga úr spillingu,” segir á vef stofnunarinnar. Nú vita allir hver númer tvö er Auglýsingastofan sem fékk næst hæstu einkunn valnefndar í útboðinu hefur kært niðurstöðuna og krafist þess að ekki verði samið við sigurvegarann. Ákvörðun um að velja ekki bestu hugmyndina í mikilvægustu markaðssókn Íslands sem er framundan væri dýrkeypt sjálfsmark fyrir fyrirtæki landsins og Íslendinga alla. Þá veltir maður fyrir sér, hverju mun svona kæra breyta? Mér er þá hugsað til þess sem góður vinur minn segir oft, „maður sleppir ekki góðu þrasi“. Góð PR skrifstofa er greinilega á sama máli. Nú vita allir hvað Pipar TBWA er. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður Fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun