Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 11:00 Jón Axel er að klára sitt fjórða og síðasta tímabil með Davidson-háskólanum. vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum. Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum.
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik