Körfubolti

Sá sem skrifaði The Jordan Ru­­les segir Jordan ljúga í The Last Dance um samnings­mál og eitruðu pizzuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Jordan í 6. leiknum gegn Utah Jazz tímabilið 1996/1997.
Michael Jordan í 6. leiknum gegn Utah Jazz tímabilið 1996/1997.

Sam Smith, einn virtasti rithöfundurinn um NBA-körfuboltann, segir að Michael Jordan fari frjálslega með staðreyndir í þáttunum The Last Dance sem hafa slegið í gegn á ESPN og Netflix og slegið allar áhorfstölur.

Í þáttunum er fjallað um feril Michael Jordan hjá Chicago Bulls en þar er að mestu fjallað um síðasta tímabil Jordan með Bulls. Áður óséð efni hefur komið fram á sjónarsviðið en Smith segir að allt sem Jordan segir sé ekki satt og rétt.

Smith skrifaði bókina „The Jordan Rules“ árið 1992 en hann segir að meðal annars orð Jordan um að hann hefði verið til í að framlengja samning sinn við Bulls eftir titilinn 1998 hafi verið algjört bull.

„Þetta er algjör lygi,“ sagði hann um umrætt atvik. „Það voru nokkrir hlutir í þáttaröðinni sem ég sá og veit að hann hefur gert upp eða logið um þá. Það voru ekki þó stórir hlutir,“ sagði Smith.

Í þáttaröðinni er einnig sagt frá því þegar Michael Jordan spilaði fárveikur í leiknum fræga gegn Utah Jazz árið 1997. Jordan sjálfur segir að pizzan sem hann hafi fengið upp á hótelherbergi daginn fyrir leik hafi verið eitruð en Smith segir það og frá.

„Með pizzuna og eitrið er algjört bull. Það voru líka nokkrir aðrir sem hlutir sem ég vil ekki fara út í. Þeir voru ekki mjög stórir en að hann hafi viljað koma til baka fyrir tímabilið 1998/1999 er algjört bull. Ég veit hvað gerðist.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×