Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 12:15 Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla. Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg. Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg.
Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00