Af þeim 1014 sýnum sem tekin voru hjá enskum B-deildarliðum reyndust tvö þeirra jákvæð og komu þau bæði úr röðum Hull City.
24 félög leika í ensku B-deildinni og voru leikmann og starfsfólk félaganna send í skimun rétt eins og gert var í ensku úrvalsdeildinni en vonast er til að deildin geti hafist í júnímánuði.
Hull sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að einstaklingarnir tveir séu einkennalausir og líði vel. Þurfa þeir engu að síður að vera í einangrun næstu vikuna.
Hull City can confirm that two people have tested positive for COVID-19 following the first round of testing at the training ground.#hcafc | #theTigers
— H u l l C i t y (@HullCity) May 24, 2020
Hull er í harðri fallbaráttu í ensku B-deildinni og er eitt af fáum félögum deildarinnar sem hefur talað fyrir því að tímabilinu verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.