Vinna vel saman á óraunverulegum tímum en eru oftast ósammála við upphaf verkefna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 10:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, vinna þétt saman þessa dagana. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að undanfarnar vikur hafi verið skrýtinn tími og að mörgu leyti óraunverulegur. Hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi tekið fyrstu æfingu fyrir svona heimsfaraldur árið 2005. Margt sem þeir hafi lært þá og í heimsfaraldri inflúensu nýtist í þessum aðstæðum í dag við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá segir Víðir að honum þyki gott að hann, Þórólfur og Alma Möller, landlæknir, séu sjaldnast sammála við upphafa þeirra verkefna sem koma inn á borðið á degi hverjum. Það sé frábær kostur að hafa í krísustjórnun að vera ólík og ekki alltaf sammála því þá sé miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Þetta kom fram á borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar spurði Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hvernig líf þessa þríeykis sem hefur verið í eldlínunni vegna veirunnar hefur verið undanfarna daga. „Þetta er búið að vera mjög skrýtinn tími, að mörgu leyti óraunverulegur og ég held að við Þórólfur tókum fyrstu æfinguna um svona heimsfaraldur 2005. Þá æfðum við þetta í tvo daga og á milli þessara daga stukkum við fram um átta vikur, það er að segja við tókum eina viku á fyrsta degi, svo voru liðnar átta vikur og þá tókum við aðra viku á seinni deginum. Nú erum við að taka hvern einasta dag og fara í gegnum þetta allt saman. Það er margt sem maður lærði þá og í heimsfaraldri inflúensu sem nýtist manni í dag. En þetta er samt svolítið óraunverulegt að þetta að sé allt saman á borðinu,“ sagði Víðir. Skorpuvinnufólk frá Siglufirði og Vestmannaeyjum Alma tók undir að þetta væri auðvitað óraunverulegt en þó ekki. Þá væru vinnudagarnir gríðarlega langir. „Það er frá sex, sjö á morgnana og fram til níu, tíu á kvöldin en við erum nú svo heppin að við höfum gott þrek. Við erum frá Siglufirði og Vestmannaeyjum þannig að við erum örugglega með einhver gen í okkur, skorpuvinnufólk, og okkur kemur gríðarlega vel saman. Þannig að þetta eru áhugaverðir og krefjandi tímar og ótrúleg verkefni en ótrúlegt fólk sem við vinnum með og hingað til hefur allt verið leyst sem hefur þurft að leysa,“ sagði landlæknir. Þetta hefur síðan verið langur tími hjá sóttvarnalækni, það er frá því að hann hóf að fást við veiruna í byrjun janúar þegar hún fór að greinast í Kína. „Þetta hefur ágerst hægt og bítandi og eins og Víðir sagði þá er maður í raun og veru búinn að undirbúa sig undir þennan atburð mjög lengi. Við erum búin að æfa, búa til áætlanir, setjast niður og reyndar erum við búin að ganga í gegnum, sóttvarnalæknir gengur í gegnum ýmsar uppákomur, sýkingar, faraldra og í fyrra, þetta er búið að vera mjög skrýtið ár í fyrra. Við vorum með mislingafaraldur, tvo mislingafaraldra í fyrra, við vorum með e. coli-faraldur sem olli miklu uppnámi og var mikil vinna líka. Maður hélt að þetta væri aðeins að róast þegar þetta byrjar svo. En við erum búin að undirbúa þetta og við erum búin að búa til viðbragðsáætlanir og við erum búin að involvera fjölda manns, fyrirtæki og annað, þannig að menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu. En þegar þetta kemur þá er þetta svona eins og maður bjóst við að mörgu leyti en að öðru leyti ekki,“ sagði Þórólfur. „Frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað“ Þá sagði Víðir þau þrjú toga hvort annað upp í vinnunni. „En það er líka eitt sem mér finnst mjög gott við okkur þrjú hérna. Við erum í upphafi verkefna sem koma inn á borðið á hverjum degi þá erum við sjaldnast sammála. Við erum ólíkir einstaklingar og við erum með ólíkan bakgrunn að mörgu leyti og þegar eitthvað kemur upp þá hefur það aldrei verið þannig að við erum alveg 100 prósent sammála um leið og við fáum verkefni í hendurnar. Það er frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað og komið fram með áskoranir. Það verður til þess að það verður miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Ef við værum sammála um allt þá er svo mikil hætta á að við dyttum niður í einhverja rörsýn og við værum ekkert að sjá það sem er í kringum okkur. Við togum hvort annað upp og allt þetta fólk sem vinnur með okkur í stjórnstöðunum og alls staðar í samfélaginu það hjálpar okkur með því að koma með gagnrýnar spurningar, fá tækifæri til að koma hér í kvöld og fá þessar spurningar sem við fáum kannski ekki alltaf, það hjálpar okkur svo mikið að sjá hlutina í skýrara ljósi og vera einbeittari í því sem við erum að gera. Þá finnum við það líka að við fáum alla með okkur.“ Klippa: Þríeykið ræðir samvinnuna undanfarnar vikur Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að undanfarnar vikur hafi verið skrýtinn tími og að mörgu leyti óraunverulegur. Hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi tekið fyrstu æfingu fyrir svona heimsfaraldur árið 2005. Margt sem þeir hafi lært þá og í heimsfaraldri inflúensu nýtist í þessum aðstæðum í dag við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá segir Víðir að honum þyki gott að hann, Þórólfur og Alma Möller, landlæknir, séu sjaldnast sammála við upphafa þeirra verkefna sem koma inn á borðið á degi hverjum. Það sé frábær kostur að hafa í krísustjórnun að vera ólík og ekki alltaf sammála því þá sé miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Þetta kom fram á borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar spurði Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hvernig líf þessa þríeykis sem hefur verið í eldlínunni vegna veirunnar hefur verið undanfarna daga. „Þetta er búið að vera mjög skrýtinn tími, að mörgu leyti óraunverulegur og ég held að við Þórólfur tókum fyrstu æfinguna um svona heimsfaraldur 2005. Þá æfðum við þetta í tvo daga og á milli þessara daga stukkum við fram um átta vikur, það er að segja við tókum eina viku á fyrsta degi, svo voru liðnar átta vikur og þá tókum við aðra viku á seinni deginum. Nú erum við að taka hvern einasta dag og fara í gegnum þetta allt saman. Það er margt sem maður lærði þá og í heimsfaraldri inflúensu sem nýtist manni í dag. En þetta er samt svolítið óraunverulegt að þetta að sé allt saman á borðinu,“ sagði Víðir. Skorpuvinnufólk frá Siglufirði og Vestmannaeyjum Alma tók undir að þetta væri auðvitað óraunverulegt en þó ekki. Þá væru vinnudagarnir gríðarlega langir. „Það er frá sex, sjö á morgnana og fram til níu, tíu á kvöldin en við erum nú svo heppin að við höfum gott þrek. Við erum frá Siglufirði og Vestmannaeyjum þannig að við erum örugglega með einhver gen í okkur, skorpuvinnufólk, og okkur kemur gríðarlega vel saman. Þannig að þetta eru áhugaverðir og krefjandi tímar og ótrúleg verkefni en ótrúlegt fólk sem við vinnum með og hingað til hefur allt verið leyst sem hefur þurft að leysa,“ sagði landlæknir. Þetta hefur síðan verið langur tími hjá sóttvarnalækni, það er frá því að hann hóf að fást við veiruna í byrjun janúar þegar hún fór að greinast í Kína. „Þetta hefur ágerst hægt og bítandi og eins og Víðir sagði þá er maður í raun og veru búinn að undirbúa sig undir þennan atburð mjög lengi. Við erum búin að æfa, búa til áætlanir, setjast niður og reyndar erum við búin að ganga í gegnum, sóttvarnalæknir gengur í gegnum ýmsar uppákomur, sýkingar, faraldra og í fyrra, þetta er búið að vera mjög skrýtið ár í fyrra. Við vorum með mislingafaraldur, tvo mislingafaraldra í fyrra, við vorum með e. coli-faraldur sem olli miklu uppnámi og var mikil vinna líka. Maður hélt að þetta væri aðeins að róast þegar þetta byrjar svo. En við erum búin að undirbúa þetta og við erum búin að búa til viðbragðsáætlanir og við erum búin að involvera fjölda manns, fyrirtæki og annað, þannig að menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu. En þegar þetta kemur þá er þetta svona eins og maður bjóst við að mörgu leyti en að öðru leyti ekki,“ sagði Þórólfur. „Frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað“ Þá sagði Víðir þau þrjú toga hvort annað upp í vinnunni. „En það er líka eitt sem mér finnst mjög gott við okkur þrjú hérna. Við erum í upphafi verkefna sem koma inn á borðið á hverjum degi þá erum við sjaldnast sammála. Við erum ólíkir einstaklingar og við erum með ólíkan bakgrunn að mörgu leyti og þegar eitthvað kemur upp þá hefur það aldrei verið þannig að við erum alveg 100 prósent sammála um leið og við fáum verkefni í hendurnar. Það er frábær kostur í krísustjórnun að vera með teymi með sér sem getur gagnrýnt hvort annað og komið fram með áskoranir. Það verður til þess að það verður miklu auðveldara að finna bestu leiðina. Ef við værum sammála um allt þá er svo mikil hætta á að við dyttum niður í einhverja rörsýn og við værum ekkert að sjá það sem er í kringum okkur. Við togum hvort annað upp og allt þetta fólk sem vinnur með okkur í stjórnstöðunum og alls staðar í samfélaginu það hjálpar okkur með því að koma með gagnrýnar spurningar, fá tækifæri til að koma hér í kvöld og fá þessar spurningar sem við fáum kannski ekki alltaf, það hjálpar okkur svo mikið að sjá hlutina í skýrara ljósi og vera einbeittari í því sem við erum að gera. Þá finnum við það líka að við fáum alla með okkur.“ Klippa: Þríeykið ræðir samvinnuna undanfarnar vikur
Wuhan-veiran Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira