Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 09:05 Adrian Hill er bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla. Oxford/Getty Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira