Skilja ekkert í því af hverju fólk er að hamstra klósettpappír Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 15:04 Engin þörf er á að hamstra mat. Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020 Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35
Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23