Strætó og Sorpa Vigdís Hauksdóttir skrifar 13. mars 2020 17:45 Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Vistvænir bílar Strætó Sorpa Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun