Danir loka landinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:21 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/Getty Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38