Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:10 Trump heldur ávarp sitt í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52