Fótbolti

Fyrrum framherji Anderlecht svipti sig lífi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Miljan Mrdakovic hér,til hægri í baráttunni við Kafoumba Coulibaly á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Miljan Mrdakovic hér,til hægri í baráttunni við Kafoumba Coulibaly á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. vísir/getty

Serbneski knattspyrnumaðurinn Miljan Mrdakovic lést um helgina 38 ára gamall en hann er talinn hafa framið sjálfsmorð í íbúð sinni í Belgrad um helgina.

Miljan Mrdakovic lék meðal annars með Partizan Belgrade, Anderlecht og Gent á sínum knattspyrnuferil en hann kom víða við á ferlinum og var kallaður ævintýramaðurinn.

Unnusta kappans segir að hann hafi glímt við þunglyndi og kvíða en segir að hann hafi átt í vandræðum með áfengið. Hún segir að kvöldið fyrir daginn örlagaríka hafi hann drukkið mikið og henni hafi grunað að eitthvað slæmt gæti gerst.

Það reyndist svo rétt því þegar hún hafi vaknað morguninn eftir sá hún byssu við hlið hans en hann hafi svo endað á að fremja sjálfsmorð.

Mrdakovic ólst upp hjá Partizan Belgrade og eins og áður segir kom hann víða á ferlinum. Hann var meðal annars hluti af liði Serbíu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×