Stjarnan slapp með skrekkinn í búningadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 12:18 Líkt og í þessum leik hafði Stjarnan betur, hér má sjá Stjörnumenn í Jako-búningum frá Namo ehf. Vísir/Andri Marinó Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Íþróttafélagið Stjarnan þarf ekki að greiða Namo ehf. rétt tæpar þrjár milljónir eftir að ágreiningur kom upp um það hvort íþróttafélaginu bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á íþróttafatnað sem Namo útvegaði. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að þann 24. febrúar 2015 undirrituðu Stjarnan og Namo ehf. samstarfssamning. Tilgangur samningsins var sá að allir iðkendur Stjörnunnar,í öllum deildum utan knattspyrnudeildar, myndu nota sama félagsgalla, Stjörnugalla frá Jako. Samningurinn var í gildi út nóvember 2017. Stjarnan átti inneign á ári hverju Í samningnum var ákvæði um að Namo myndi árlega útvega Stjörnunni vörur að fjárhæð 14,6 milljónir án endurgjalds. Um var að ræða úttektarheimild sem færð var til inneignar á viðskiptareikning Stjörnunnar hjá Namo. Í lok ársins 2016 kom hins vegar upp ágreiningur um greiðslur fyrir merkingar á þeim búningum sem Namo afhenti samkvæmt samningnum, og hvort kostnaður við merkingar ætti að færast á inneign Stjörnunnar hjá Namo, eða hvort greiða átti sérstaklega fyrir þær, líkt og Namo taldi. Taldi að greiða ætti sérstaklega fyrir númer, nöfn og auglýsingar Namo taldi að Stjörnunni bæri að greiða sérstaklega fyrir merkingar á borð við Stjörnumerkið, númer, nöfniðkenda og félagsins, og auglýsingar. Um væri að ræða aukaþjónustu sem staðið hafi fyrir utan umræddan samning, ekkert hafi staðið í samningnum um að slík þjónusta hafi átt að vera endurgjaldslaus. Stjarnan greip til varna í málinu, líkt og hér í leik gegn Selfossi árið 2018.Vísir/Daníel Þór. Stjarnan taldi hins vegar að ekkert mætti finna í samningnum um að félaginu bæri sérstaka skyldu til að greiða sérstaklega fyrir merkingar félagsins á búningana né að tekið væri fram að kostnaður vegna merkinga væri ekki meðal þess sem falli undir skilmála samningsins um að Stjarnan gæti nýtt sér inneign félagsins hjá Namo. Þannig taldi félagið að það hafi greitt fyrir merkingarnar með því að draga á umrædda inneign. Stjörnugalli ekki Stjörnugalli án Stjörnumerkisins Þá hafi umræddur íþróttagalli verið sérstaklega skilgreindur sem Stjörnugallinn í samningum, það er galli með merkingum íþróttafélagsins. Búningur án merkinga félagsins gæti ekki talist Stjörnugalli. Í dómi Héraðsdóms er tekið undir röksemdir Stjörnunnar í málinu. Er þar vísað til þess að í samningnum megi finna ákvæði um Stjörnugallann þar sem fram komi að gallinn sé merktur með merki Stjörnunnar. Þannig hafi verið ljóst að afhenda ætti vörurnar með félagsmerki Stjörnunnar „enda eðli málsins samkvæmt ekki um „Stjörnugalla/félagsgalla“ að ræða nema að merki félagsins komi þar fram,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Ekki keppnisbúningur án númers Var aðalkröfu Nemo því hafnað, auk þess sem að varakröfu félagsins um greiðslu upp á 2,1 milljónir var einnig hafnað, en sú krafa byggði á kostnaði við merkingar umræddra galla, að frádregnum kostnaði við merkingu Stjörnumerkisins. Vísaði héraðsdómur meðal annars til þess að í samningnum komi fram að Nemo hafi skuldbundið sig til að útvega keppnisgalla. Samkvæmt reglum HSÍ og KKÍ er skylt að númeramerkja búningana og því hafi Nemo mátt vita að keppnisbúningar þyrftu að vera númeramerktir við afhendingu. Þá leit héraðsdómur svo á að Stjarnan hafi greitt fyrir aðrar merkingar með þeirri inneign sem félagið átti hjá Namo, en félagið átti verulegar upphæðir inni hjá Namo að því er fram kemur í dómi héraðsdóms þegar samningurinn rann út. Var Stjarnan því sýknuð af öllum kröfum Namo, auk þess sem að Namo þarf að greiða Stjörnunni 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira