Evrópuríki huga að afléttingu ferðatakmarkana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2020 19:00 Stopp, segir hér á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Til stendur að aflétta takmörkunum á þessum landamærum þann 15. júní. EPA/Lukas Barth-Tuttas Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist í rénun víðast hvar í álfunni huga stjórnvöld að því að koma lífi í ferðaþjónustuna á nýjan leik. Fimmtándi júní hefur verið ofarlega í huga margra evrópskra ríkisstjórna, ekki bara Þjóðverja. Fyrir hafa Ítalir, Austurríkismenn, Frakkar, Íslendingar, Pólverjar, Svisslendingar og fleiri tilkynnt um eða sagst hafa áhuga á að aflétta ferðaviðvörunum á þessum tíma. Ljóst er að áætlanir eru víðast hvar enn í vinnslu og margt því enn óljóst. Elskhugar Dana mega koma í heimsókn Danir sögðust í dag ætla að víkka reglurnar á sínum landamærum. Nú mega Norðurlandabúar og Þjóðverjar fara til Danmerkur ætli þeir að stunda viðskipti, eigi sumarhús í landinu, danska ættingja eða geti sýnt fram á að það eigi í ástarsambandi við Dana. En hvernig getur maður sýnt fram á slíkt? Allan Dalager, aðstoðarlögreglustjóri á Suður-Jótlandi, sagði til dæmis hægt að sýna gamla ljósmynd. Jú eða bara einhvers konar skjöl sem gætu sýnt fram á að sambandið sé raunverulegt. Kýpverjar útiloka Svía Ýmis önnur ríki ætla nú að opna landamærin á ný. Kýpverjar eru þar á meðal en hafa þó gert óvenjulega undantekningu. Svíar eru sérstaklega teknir út fyrir sviga vegna hárrar smittíðni og dánartíðni. Svíar óttast því um sumarfríin. „Það er afar óheppilegt að Svíþjóð skuli skilin út undan. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sóttvarnir eru í algjörum forgangi. Það er okkar nálgun,“ sagði Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, um málið á blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent