Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 18:39 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent