Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2020 08:26 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira