14 dagar í Pepsi Max: Hundraðasta tímabil Valsmanna í efstu deild í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2020 12:00 Haukur Páll Sigurðsson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði Valsmanna bæði 2017 og 2018. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira