Haukur Páll telur að tímabilið í ár verði ólíkt því sem við sáum í fyrra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 18:15 Haukur Páll segir Valsliðið klárt í að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Mynd/Stöð 2 Sport Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45
Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00
Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00