Klopp ánægður með að vera kominn aftur | Lofar skrúðgöngu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 15:00 Klopp er svona ánægður með að vera mættur aftur til starfa á æfingasvæði Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari verðandi Englandsmeistara Liverpool, gæti ekki verið ánægðari með að vera snúinn aftur á æfingavöllinn að horfa á „frábæra fótboltaliðið sitt.“ Þetta sagði hann myndbandsviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgunsárið. Ræddi hann til að mynda hvernig það væri að vera mættur aftur á æfingasvæðið, hvernig það yrði fyrir félögin að spila á tómum leikvöngum og ástand leikmanna eftir hartnær þriggja mánaða pásu sökum kórónufaraldursins. „Það er ótrúlegt hvað ég hef saknað þess mikið,“ sagði Klopp meðal annars í viðtalinu. Liverpool, líkt og önnur lið ensku úrvalsdeildarinnar, eru í miðjum undirbúningi fyrir lokakafla tímabilsins en deildinni var frestað þann 13. mars. Mun hún fara aftur af stað þann 17. júní og er ljóst að það verður þétt leikið til að klára tímabilið sem fyrst. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og fari svo að það vinni sinn fyrsta leik og Manchester City tapi sínum þá eru liðsmenn Klopp orðnir Englandsmeistarar. Liverpool manager Jurgen Klopp says he is "really happy to be back" to watch his "wonderful football team again" https://t.co/fPDAzebrdU pic.twitter.com/rZuDIsu5fM— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2020 Klopp segir þó mikla vinnu framundan og að „Liverpool vilji vinna eins marga leiki og mögulegt er.“ „Við erum ekki enn orðnir meistarar og við munum gera okkar besta til að ná í þau 27 stig sem eru eftir í pottinum,“ sagði Klopp. Takist honum ætlunarverk sitt þá endar Liverpool með 109 stig sem væri nýtt stigamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er ljóst að þeir leikir sem verða leiknir fram á haust verða fyrir luktum dyrum og myndi bikarafhending Liverpool fara fram á tómum leikvangi. Það yrði þó skrúðganga, á endanum. „Það verður skrúðganga þegar það er öruggt að halda fjöldasamkomur. Við munum fagna með stuðningsmönnum okkar um leið og hægt er. Ég get lofað því að það verður skrúðganga líka, sama hvenær það yrði.“ Varðandi heima- og útileiki þá segir Þjóðverjinn það ekki skipta máli en það gæti verið að sumir leikjanna muni fara fram á hlutlausum völlum. „Það er engin hjálp í að spila á heimavelli þar sem það verða engir stuðningsmenn í stúkunni svo ég hef ekki áhyggjur af því að spila á hlutlausum völlum. Ef þú horfir á þýsku deildina þá var ekki mikið af sigrum á heimavelli. Ef hinn valmöguleikinn er að spila ekki þá skal ég spila hvar sem er. Mér gæti ekki verið meira sama hvar leikirnir fara fram,“ sagði Klopp jafnframt. Þýska deildin fór af stað nýverið og virðast lið græða lítið sem ekkert á því að spila á heimavelli þegar stúkurnar eru tómar. Dortmund players still went to the Yellow Wall (normally 25k fans) and applauded the empty stand as a symbol of their appreciation and thoughts for the fans. pic.twitter.com/edBQORGe84— Stu Holden (@stuholden) May 16, 2020 „Leikmenn komu til baka í góðu ásigkomulagi en margir þeirra þurftu á hvíld að halda eftir að hafa spilað þétt í langan tíma,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira