Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 19:00 Helena í viðtalinu í dag en hún er af mörgum talin besta íslenska körfuboltakona sögunnar. vísir/s2s Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira