Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Nýja hverfið rís austan við núverandi byggð í Skerjafirði. Hér má sjá fyrri áfanga en síðari áfangi verður að hluta á uppfyllingu. Mynd/Reykjavíkurborg. Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30