Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins: „Hann er virtur af öllum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:00 Rúnar er vel liðinn af bæði starfsliði sínu sem og sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Vísir/Daniel Thor Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Farið var yfir lið KA, KR og ÍA í síðasta undirbúningsþættinum fyrir Pepsi Max deildina. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Sigurvin Ólafsson og Þorkell Máni Pétursson ásamt Gumma Ben, þáttastjórnanda. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða lið KR án þess að ræða þjálfara liðsins. Rúnar Kristinsson hefur náð lygilegum árangri í Vesturbænum og gerði liðið nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í fyrra. „Eftir því sem fólk sér og heyri fleiri viðtöl við Rúnar þá held ég að fólk læri að meta betur hversu góður þjálfari hann er,“ segir Gummi. „Það eru bara allir sammála um það enda er það bara rétt. Hann er virtur af öllum.“ svaraði Sigurvin Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með KR, FH og ÍBV á sínum tíma, um hæl. „Hann er óumdeildur, sem er ekkert auðvelt sem KR-ingur,“ sagði Gummi í kjölfarið. „Hann er líka þvílíkur herramaður. Hvernig framkoma hans er, hvort það sé í fjölmiðlum, gagnvart sínu fólki, dómurum, það eru allir hlutir til fyrirmyndar hjá honum og ég held að það sé helsta ástæða þess að maðurinn nái árangri,“ sagði Þorkell Máni og ljóst að Rúnar er í miklum metum hjá sérfræðingum Pepsi Max deildarinnar. Máni hélt áfram. „Hann hefur staðið þétt við bakið á sínum leikmönnum ef það hafa komið upp á einhverjar uppákomur og leyst erfið mál. Eins og í fyrra leysti hann mörg erfið mál, stóð með sínum leikmönnum. Þetta er alvöru leiðtogi,“ sagði Máni jafnframt. Er hann þar að vitna í mál Björgvins Stefánssonar sem margir héldu að myndu enda veru hans í KR. Eftir þessar lofræður þá ræddu þeir það sem Rúnari hefur ekki tekist en það er að gera KR að meisturum tvö ár í röð. Ræddi Gummi það við Rúnar í annál Pepsi Max deildarinnar undir lok síðasta árs. Svar Rúnars sem og lofræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sérfræðingar Pepsi Max lofsama Rúnar Kristins
KR Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn Annar sérfræðinganna spáði KR Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en hinn sérfræðingurinn vildi alls ekki spá KR titlinum. 4. júní 2020 11:30