Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Lovísa Thompson. Vísir/Bára Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson
Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira