Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2020 20:15 Ísland er í einstakri stöðu að mati forsvarsmanna M&C Saatchi Vísir/Vilhelm Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess en ferðast núna. Ísland sé í lykilstöðu til þess að bjóða ferðamönnum upp á áfangastað sem geti boðið ferðamönnum heilbrigði, öryggi og pláss. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Lenny Stern frá M&C Saatchi á kynningar- og vinnufundi fyrir hagaðila og aðra áhugasama um markaðsverkefnið Ísland – saman í sókn í dag, sem haldin var í dag. Sem kunnugt er voru ekki allir sáttir við að auglýsingastofan hlyti verkefnið. Í erindi Stern, sem horfa má á hér fyrir neðan og hefst á 11.20 mínútu, varpaði hann ljósi á inntak herferðarinnar sem unnið er að. Sagði hann að undirbúningsvinna auglýsingastofunnar hafi leitt það í ljós að til væri tveir hópar af ferðamönnum, tvær túristatýpur, sem væru líklegri til þess að vilja hefja ferðalög sem fyrst, svokallaðir „first movers“. Týpurnar tvær eru svokallaðir „Fun Loving Globetrotters“ og „Independent Explorers“. Tæplega 18 milljónir ferðamanna sem hægt er að einblína á Það sem skilgreindi fyrri hópinn væri að í honum mætti finna tiltölulega vel stætt fólk á aldrinum 25 til 50, hafi minni áhyggjur af áhættum sem tengjast heilsu, séu bjartsýn og viljug til þess að kaupa skipulagðar ferðir með góðum fyrirvara. Þessi hópur væri 2,5 sinnum líklegri en aðrir til þess að skipuleggja utanlandsferðir um þessar mundir. Í seinni hópinum mætti finna fólk á aldrinum 35-55 ára, þau væru álíka bjartsýn og hinir „Fun Loving Globetrotters“ og væru enn líklegri en sá hópur til að kaupa skipulagðar ferðir með fyrirvara. Hópurinn væri þrisvar sinnum líklegri til að skipuleggja utanlandsferðir. Í þriðja hópinum, sem ekki ætti að einblína á væri eldra fólk, 45 ára og eldri, sem hefði meiri áhyggjur af heilsufari og öryggi og væru þeir því síður líkegri til þess að byrja að ferðast en þeir fyrri hóparnir tveir. Rannsóknir auglýsingastofunnar sýndu að fyrrnefndu hóparnir myndu byrja að ferðast mun fyrr. „Þegar við skoðum þetta nánar sjáum við að það eru á milli 17-18 milljón svokallaðir „First Movers“ sem eru aðgengilegir. Hvað á ég við með því? Okkar rannsóknir gefa til kynna að þessir tveir hópar séu fjórum sinnum líklegri til þess að ferðast utanlands og ferðast til lands eins og Íslands. Þetta er gríðarstórt tækifæri,“ sagði Stern. Ferðamannatýpurnar þrjár, þar af þær tvær sem ætlað er að herja á.Mynd/M&C Saatchi Það sem geri þessa hópa álitlega fyrir Ísland séu áðurnefnd einkenni þeirra, auk þess sem að þetta séu hópar sem forgangsraði ferðalögum sínum til staða sem bjóði upp á náttúrufegurð, gönguleiðir og umhverfisvæna ferðamennsku og séu að sama skapi minna líklegri til þess að ferðast til sólarstranda eða stórborga. Þannig gefi rannsóknir þeirra til kynna að markaðurinn sé misstór eftir löndum. 260 þúsund í Danmörku, 2,6 milljónir í Bretlandi, 4,5 milljónir í Þýskalandi, 1,6 milljónir í Kanada og 9 milljónir í Bandaríkjunum. „Og eftir því sem löndin opnast á ný getum við virkilega einbeitt okkur að hverju landi fyrir sig,“ sagði Stern. „Persónuleg sjálfbærni“ lykilhugtak og Ísland í einstakri stöðu til að bjóða upp á það Í máli Stern kom fram að það sem skipti mestu máli fyrir þessa hópa væri hugtak sem hann nefndi „persónulega sjálfbærni“. Með því átti hann við að þetta fólk væri að leita eftir leiðum til þess að halda áfram lífi sínu á sama tíma og huga þyrfti að heilsi og öryggi. Það væri að leita að leiðum til þess að upplifa gleði á hinum nýju tímum sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum. Þar væri Ísland í lykilstöðu. Áætluð stærð markaða þar sem finna má ferðamannatýpurnar tvær.Mynd/M&C Saatchi Aðeins Ísland gæti boðið upp á undurfagra náttúru sem gæti boðið upp á fjölbreyttar upplifanir, á sama tíma og íslensk menning og íslenska þjóð væri sú eina sem gæti uppfylgt þörf þessara ferðalanga fyrir að upplifa eitthvað nýtt, spennandi og skemmtilegt. „Einn af kollegum mínum sem vann að þessu með okkur talaði um ferð hans til Íslands með tíu félögum hans. Þeir voru á veitingastað og langaði til þess að prófa allt þannig að kokkurinn reddaði því. Það eru þessir litlu hlutir, einstöku smáatriði, sem sitja svo djúpt eftir hjá ferðalöngum sem eru að leita eftir að upplifa ferðaþarfir sínar,“ sagði Stern. Það sem væri þó mikilvægast væri að aðeins Ísland hafi tekið svo vel á Covid-19 að það væri í lykilstöðu til að uppfylla þarfir ferðamanna fyrir heilsu, öryggi og pláss frá öðrum vegna félagsforðunar á þessum einstöku tímum. Þannig væri Ísland í einstakri stöðu til þess að bjóða upp á persónulega sjálfbærni fyrir ferðalangana. Uppbygging herferðarinnar.Mynd/M&C Saatchi „Þetta gerir Ísland strax mun verðmætara fyrir ferðalanga í erfiðasta ferðaumhverfi okkar tíma,“ sagði Stern. Markmið herferðarinnar væri því eftirfarandi: „Að stilla Íslandi upp sem áfangastað sem þú þarft á að halda en vissir ekki að væri möguleiki lengur. Staður sem getur uppfyllt þína persónulegu sjálfbærni. Staður sem býður þér upp á lífið eins og þú vildir að það gæti orðið. Núna.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 MC Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. 13. maí 2020 21:51 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess en ferðast núna. Ísland sé í lykilstöðu til þess að bjóða ferðamönnum upp á áfangastað sem geti boðið ferðamönnum heilbrigði, öryggi og pláss. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Lenny Stern frá M&C Saatchi á kynningar- og vinnufundi fyrir hagaðila og aðra áhugasama um markaðsverkefnið Ísland – saman í sókn í dag, sem haldin var í dag. Sem kunnugt er voru ekki allir sáttir við að auglýsingastofan hlyti verkefnið. Í erindi Stern, sem horfa má á hér fyrir neðan og hefst á 11.20 mínútu, varpaði hann ljósi á inntak herferðarinnar sem unnið er að. Sagði hann að undirbúningsvinna auglýsingastofunnar hafi leitt það í ljós að til væri tveir hópar af ferðamönnum, tvær túristatýpur, sem væru líklegri til þess að vilja hefja ferðalög sem fyrst, svokallaðir „first movers“. Týpurnar tvær eru svokallaðir „Fun Loving Globetrotters“ og „Independent Explorers“. Tæplega 18 milljónir ferðamanna sem hægt er að einblína á Það sem skilgreindi fyrri hópinn væri að í honum mætti finna tiltölulega vel stætt fólk á aldrinum 25 til 50, hafi minni áhyggjur af áhættum sem tengjast heilsu, séu bjartsýn og viljug til þess að kaupa skipulagðar ferðir með góðum fyrirvara. Þessi hópur væri 2,5 sinnum líklegri en aðrir til þess að skipuleggja utanlandsferðir um þessar mundir. Í seinni hópinum mætti finna fólk á aldrinum 35-55 ára, þau væru álíka bjartsýn og hinir „Fun Loving Globetrotters“ og væru enn líklegri en sá hópur til að kaupa skipulagðar ferðir með fyrirvara. Hópurinn væri þrisvar sinnum líklegri til að skipuleggja utanlandsferðir. Í þriðja hópinum, sem ekki ætti að einblína á væri eldra fólk, 45 ára og eldri, sem hefði meiri áhyggjur af heilsufari og öryggi og væru þeir því síður líkegri til þess að byrja að ferðast en þeir fyrri hóparnir tveir. Rannsóknir auglýsingastofunnar sýndu að fyrrnefndu hóparnir myndu byrja að ferðast mun fyrr. „Þegar við skoðum þetta nánar sjáum við að það eru á milli 17-18 milljón svokallaðir „First Movers“ sem eru aðgengilegir. Hvað á ég við með því? Okkar rannsóknir gefa til kynna að þessir tveir hópar séu fjórum sinnum líklegri til þess að ferðast utanlands og ferðast til lands eins og Íslands. Þetta er gríðarstórt tækifæri,“ sagði Stern. Ferðamannatýpurnar þrjár, þar af þær tvær sem ætlað er að herja á.Mynd/M&C Saatchi Það sem geri þessa hópa álitlega fyrir Ísland séu áðurnefnd einkenni þeirra, auk þess sem að þetta séu hópar sem forgangsraði ferðalögum sínum til staða sem bjóði upp á náttúrufegurð, gönguleiðir og umhverfisvæna ferðamennsku og séu að sama skapi minna líklegri til þess að ferðast til sólarstranda eða stórborga. Þannig gefi rannsóknir þeirra til kynna að markaðurinn sé misstór eftir löndum. 260 þúsund í Danmörku, 2,6 milljónir í Bretlandi, 4,5 milljónir í Þýskalandi, 1,6 milljónir í Kanada og 9 milljónir í Bandaríkjunum. „Og eftir því sem löndin opnast á ný getum við virkilega einbeitt okkur að hverju landi fyrir sig,“ sagði Stern. „Persónuleg sjálfbærni“ lykilhugtak og Ísland í einstakri stöðu til að bjóða upp á það Í máli Stern kom fram að það sem skipti mestu máli fyrir þessa hópa væri hugtak sem hann nefndi „persónulega sjálfbærni“. Með því átti hann við að þetta fólk væri að leita eftir leiðum til þess að halda áfram lífi sínu á sama tíma og huga þyrfti að heilsi og öryggi. Það væri að leita að leiðum til þess að upplifa gleði á hinum nýju tímum sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum. Þar væri Ísland í lykilstöðu. Áætluð stærð markaða þar sem finna má ferðamannatýpurnar tvær.Mynd/M&C Saatchi Aðeins Ísland gæti boðið upp á undurfagra náttúru sem gæti boðið upp á fjölbreyttar upplifanir, á sama tíma og íslensk menning og íslenska þjóð væri sú eina sem gæti uppfylgt þörf þessara ferðalanga fyrir að upplifa eitthvað nýtt, spennandi og skemmtilegt. „Einn af kollegum mínum sem vann að þessu með okkur talaði um ferð hans til Íslands með tíu félögum hans. Þeir voru á veitingastað og langaði til þess að prófa allt þannig að kokkurinn reddaði því. Það eru þessir litlu hlutir, einstöku smáatriði, sem sitja svo djúpt eftir hjá ferðalöngum sem eru að leita eftir að upplifa ferðaþarfir sínar,“ sagði Stern. Það sem væri þó mikilvægast væri að aðeins Ísland hafi tekið svo vel á Covid-19 að það væri í lykilstöðu til að uppfylla þarfir ferðamanna fyrir heilsu, öryggi og pláss frá öðrum vegna félagsforðunar á þessum einstöku tímum. Þannig væri Ísland í einstakri stöðu til þess að bjóða upp á persónulega sjálfbærni fyrir ferðalangana. Uppbygging herferðarinnar.Mynd/M&C Saatchi „Þetta gerir Ísland strax mun verðmætara fyrir ferðalanga í erfiðasta ferðaumhverfi okkar tíma,“ sagði Stern. Markmið herferðarinnar væri því eftirfarandi: „Að stilla Íslandi upp sem áfangastað sem þú þarft á að halda en vissir ekki að væri möguleiki lengur. Staður sem getur uppfyllt þína persónulegu sjálfbærni. Staður sem býður þér upp á lífið eins og þú vildir að það gæti orðið. Núna.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 MC Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. 13. maí 2020 21:51 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01
MC Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. 13. maí 2020 21:51
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22