Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2020 20:20 Hörður Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 í flugskýli Ernis í dag: „Þetta er bara hrein og bein árás á flugsamgöngur innanlands." Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í umræðum um að taka sneið af flugvellinum undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði hefur verið gefið til kynna að það myndi ekki raska starfsemi flugvallarins. Svo virðist sem það sé ekki alveg allskostar rétt. Reykjavíkurborg tilkynnti Herði að búið væri að skipuleggja veg þar sem flugskýlið stendur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Það kallast Skýli 6, er út við ströndina, þar sem áformað er að brú yfir Fossvog taki land. Forstjóri Ernis segir að þann 30. apríl hafi hann verið kvaddur á fund lögfræðings borgarinnar og tilkynnt að samkvæmt nýju skipulagi ætti skýlið að hverfa. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli,“ segir Hörður og bætir við að áður hafi verið gert ráð fyrir að vegurinn kæmi neðan við skýlið. Flugskýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Flugfélagsins Ernis og hefur alþjóðlega vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu.Friðrik Þór Halldórsson. „Þetta er mikið áfall, ef af verður. Þetta er bara hrein og bein árás á samgöngur, flugsamgöngur innanlands. Það er bara ekkert minna heldur en það.“ Í húfi sé rekstur Ernis; áætlunarflug til fimm staða innanlands en einnig sjúkra- og leiguflug. Tilkynnt sé að skýlið hverfi bótalaust þar sem ekki hafi verið gerður lóðarleigusamningur. „Það er algjörlega bara vísvitandi verið að eyðileggja þá aðstöðu sem félögin hérna á Reykjavíkurflugvelli búa við, sem er reyndar mjög þröngur kostur. En svona vinnur bara, því miður, - borgin er að vinna með þessum hætti.“ Skýlið er vinnustaður tólf flugvirkja Ernis, hefur alþjóðlega vottun Samgöngustofu og Flugöryggisstofnunar Evrópu sem viðhaldsstöð, og er ein helsta forsenda flugrekstrarins. „Það skiptir bara höfuðmáli því þetta er eina skýlið sem er vottað sem svokallað „base maintenance“ flugskýli fyrir flugvélar af þessari gerð. Við gætum ekkert farið neitt annað. Það er ekki annað í boði, sem er bara kippt upp úr hattinum, sko. Þetta er bara ekkert svoleiðis,“ segir Hörður. Ein af flugvélum Ernis er í stórskoðun í flugskýlinu þessa dagana, svokallaðri C-skoðun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lokun viðhaldsstöðvarinnar kippi fótunum undan rekstrinum. „Við getum ekki viðhaldið flugvélunum okkar sem þýðir það að þá verða þær bara stopp. Það er bara ekkert öðruvísi. Og þá leggst starfsemin að sjálfsögðu niður. Það má enginn við þessu núna á covid-tímum þegar má segja að allt er undir og allt er rekið á mörkum hins ítrasta mögulega,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Vestmannaeyjar Hornafjörður Norðurþing Vesturbyggð Árneshreppur Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45