Borgaði yfir þrjár milljónir fyrir tuttugu síðna ástarbréf frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 14:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls á svipuðum tíma og hann skrifaði bréfið. Getty/Focus on Sport Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt. NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt.
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum