Þórunn Anna Árnadóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Þórunn Anna er lögfræðingur og hefur starfað hjá Neytendastofu í 13 ár þar sem hún er sviðstjóri neytendaréttarsviðs og staðgengill forstjóra.
Þórunn tekur nú við af Tryggva Axelssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra Neytendastofu undanfarin 15 ár.