Vel gekk að koma tveimur stúlkum og föður þeirra til bjargar eftir að stúlkurnar höfðu lent í sjálfheldu í klettum í Kjósaskarði í dag.
Útkallið barst um klukkan 14 og klukkutíma síðar eru aðgerðir hafnar við að tryggja öryggi stúlknanna og koma þeim niður.
Voru allir komnir úr klettunum um klukkan 16 í dag en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum voru aðstæður krefjandi.
