„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2020 19:23 Forsetahjónin kynntu sér nýja miðbæinn á Selfossi í vikunni og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó. Árborg Forseti Íslands Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó.
Árborg Forseti Íslands Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira