Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 16:25 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/John Bazemore Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira