Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 20:00 Páll Viðar er mættur aftur í Þorpið. vísir/s2s Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar
Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira