Veður

Allt að 19 stiga hiti á Norðausturlandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir hádegið í dag.
Veðurspáin fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Dagurinn í dag verður fremur vætusamur sunnan- og vestanlands, en gera má ráð fyrir stöku skúri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti á norðaustanverðu landinu gæti farið upp í allt að 19 stig þegar mest mun láta.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gera megi ráð fyrir suðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu á Suður- og Vesturlandi. Hægara veður og þurrara á norðaustanverðu landinu, en dálítil rigning þar seinnipartinn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Þriðjudagur:

Vestlæg eða breytileg átt 3-8 og smáskúrir, en rigning fram eftir degi NV-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands.

Miðvikudagur:

Austlæg átt, 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar þokuloft austast. Hiti 8 til 18 stig, svalast A-til.

Fimmtudagur:

Suðvestanátt og dálítil væta, en þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.

Föstudagur:

Sunnanátt og skýjað með köflum, en bjartviðri NA-lands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á NA-landi.

Laugardagur:

Suðlæg átt og léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og yfirleitt þurrt V-til. Hiti breytist lítið.

Sunnudagur:

Útlit fyrir austanátt. Skýjað, svalt og væta á köflum SA-til, en annars þurrt bjart og hlýtt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×