Joanna Jedrzejczyk, UFC-bardagakonan, lenti heldur betur í því er hún barðist við Weili Zhang á UFC 249 í marsmánuði.
Jedrzejczyk barðist allt til enda en Dana White, forseti UFC, sagði frammistöðu Joanna í bardaganum eina þá bestu sem hann hafði séð í sögu MMA en hún tapaði bardaganum á stigum.
„Ég var bara hólí, mólí. Ég leit út eins og geimvera,“ sagði bardagakonaní samtali við BBC Sport.
Joanna J drzejczyk was just discharged from the hospital, according to her team. No significant injuries, they said. Here she is leaving moments ago. @gldlx pic.twitter.com/y58z4EjMx5
— Ariel Helwani (@arielhelwani) March 8, 2020
Tvíburasystir Joanna var með henni í Las Vegas þessa helgina og hún þurfti að hjálpa henni mikið. Hún þurfti að hjálpa henni í sturtu áður en þær fóru á spítalann saman.
„Einn daginn mun ég birta mynd af því hvernig ég leit. Þetta var svo fyndið því sumt fólk þekkti mig ekki einu sinni,“ sagði Joanna um útlitið á sér eftir bardagann.
„Þetta var svo vont. Í sekúndubrot hugsaði ég um hvort að ég ætti að stoppa en ég ákvað að klára bardagann. Ég ætlaði að eyða nokkrum dögum í Vegas með fjölskyldu!“ en eðlilega varð ekkert úr því því hún var út barinn.