Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 09:32 Inga Sæland segir ungan frænda sinn hafa lent í klóm Þórhalls miðils. Og henni sé kunnugt um fleiri fórnarlömb hans. Opinská og afdráttarlaus færsla þingmannsins hefur vakið mikla athygli og óhug. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall. Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira