Mæta aftur til samningafundar eftir verkfallsboðun Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2020 10:17 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent