Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. júní 2020 19:46 Bryndís, Ragnhildur og Atli eru foreldrar barna í hverfinu. Vísir/Baldur Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira