Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 14:16 Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir til að fjölga fólki í hjúkrunarfræðinámi og áætlun um diplómanám í sjúkraþjálfun. Stöð 2/Baldur Námsstöðum fyrir hjúkrunarfræðinga verður fjölgað um fjörtíu frá og með haustinu, tuttugu við Háskólann á Akureyri og tuttugu við Háskóla Íslands. Þá verður tekið upp sjúkraliðanám á diplómastigi fyrir norðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynntu þessi áform eftir að þau voru samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra sagði að frá því snemma á síðasta ári hafi verið í gangi verkefni til að bæta mönnun heilbrigðisstétta; lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Starfshópar á vegum heilbrigðisráðuneytis og menntamálaráðuneytis hafi frá því í ágúst í fyrra varðandi menntun þessarra stétta og fjölgun innan þeirra. Áhugi á námi í hjúkrunarfræði og sjúkraliða hefur aukist að undanförnu og því sagði heilbrigðisráðherra aðgerðarinar nú einnig svara því kalli. Svandís Svavarsdóttir segir kostnaðinn við að fjölga nemum í hjúkrunarfræði á næstu þremur árum vera um 370 milljónir sem ríkisstjórnin styðji að verði fjármagnaður.Stöð 2/Baldur „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingur meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma. „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Skapa þyrfti rými fyrir þessa nemendur innan heilbrigðiskerfisins og verið væri að vinna í þeirri hlið málsins samhliða. Menntamálaráðherra sagði þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Áætlunin um fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi er til þriggja ára og mun kosta um 370 milljónir króna á þessum þremur árum. „Það á auðvitað eftir að tryggja fjármögnun í þetta en það liggur fyrir vilji stjórnvalda til að fara í það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. 8. júní 2020 18:09 Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðanám - það er málið! Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. 2. maí 2020 16:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Námsstöðum fyrir hjúkrunarfræðinga verður fjölgað um fjörtíu frá og með haustinu, tuttugu við Háskólann á Akureyri og tuttugu við Háskóla Íslands. Þá verður tekið upp sjúkraliðanám á diplómastigi fyrir norðan. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynntu þessi áform eftir að þau voru samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra sagði að frá því snemma á síðasta ári hafi verið í gangi verkefni til að bæta mönnun heilbrigðisstétta; lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Starfshópar á vegum heilbrigðisráðuneytis og menntamálaráðuneytis hafi frá því í ágúst í fyrra varðandi menntun þessarra stétta og fjölgun innan þeirra. Áhugi á námi í hjúkrunarfræði og sjúkraliða hefur aukist að undanförnu og því sagði heilbrigðisráðherra aðgerðarinar nú einnig svara því kalli. Svandís Svavarsdóttir segir kostnaðinn við að fjölga nemum í hjúkrunarfræði á næstu þremur árum vera um 370 milljónir sem ríkisstjórnin styðji að verði fjármagnaður.Stöð 2/Baldur „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingur meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma. „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Skapa þyrfti rými fyrir þessa nemendur innan heilbrigðiskerfisins og verið væri að vinna í þeirri hlið málsins samhliða. Menntamálaráðherra sagði þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Áætlunin um fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi er til þriggja ára og mun kosta um 370 milljónir króna á þessum þremur árum. „Það á auðvitað eftir að tryggja fjármögnun í þetta en það liggur fyrir vilji stjórnvalda til að fara í það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. 8. júní 2020 18:09 Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðanám - það er málið! Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. 2. maí 2020 16:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. 8. júní 2020 18:09
Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. 19. apríl 2020 20:32
Sjúkraliðanám - það er málið! Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. 2. maí 2020 16:30