Vanhugsun eða falin dagskrá? - breytingartillaga um útlendingalög Toshiki Toma skrifar 9. júní 2020 16:33 Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun