„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira