Í dag má búast við suðlægri átt og fremur hægum vindi, en þó strekkingi vestanlands fram yfir hádegi. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, og hitinn þar gæti jafnvel farið yfir 20 stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Föstudagur:
Sunnan 5-13 m/s. Bjartviðri NA- og A-lands, en rigning eða súld V-til. Hiti 10 til 15 stig, en 15 til 22 á NA-verðu landinu.
Laugardagur:
Suðvestan 3-8 og skýjað en úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, mildast A-lands.
Sunnudagur:
Suðlæg átt, 8-13 og rigning með köflum um landið V-vert, en hægari og léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Mánudagur:
Suðvestanátt og smáskúrir, en bjartviðri A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á A-landi.
Þriðjudagur og miðvikudagur (lýðveldisdagurinn):
Breytileg átt og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.