Tómas Ingi um Aron Bjarnason: „Aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 09:00 Aron Bjarnason í leik með Blikum síðasta sumar. Vísir/Bára Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira