Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 11:30 Hannes í leik með Valsmönnum síðasta sumar. vísir/getty Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga möguleika á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. Valsmenn voru til umræðu í fjórða upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær en Hannes gekk til raðir Vals fyrir tímabilið í fyrra. Hann lá undir nokkurri gagnrýni á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda og menn fylgdust vel með honum. „Þetta er besti markvörður sögunnar á Íslandi og hann fyllilega verðskuldar það. Það gustaði um hann í fyrra, bæði innan og utan vallar, og menn voru ekki allir á eitt sáttir við framlag hans. Hann hefur sagt það sjálfur að honum hafi ekki fundist hann vera eins lélegur og umræðan var,“ sagði Atli Viðar. „Það sem mér finnst þurfa að koma frá honum núna er að hann þarf að halda oftar hreinu. Hann þarf að standa undir stigum og sigrum. Hann hélt bara þrisvar hreinu í fyrra og þeir voru ekkert mikið að vinna 1-0 sigra. Ég held að þeir fari inn í mótið með það að markmiði að sækja 1-0 sigranna og þá er ósköp gott að hafa markvörð eins og Hannes.“ Tómas Ingi tók undir orð Guðmundar Benediktssonar um að Hannes þyrfti að spila vel í sumar ef hann ætlaði að halda byrjunarliðssæti í landsliðinu en menn eins og Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa verið að spila vel með liðum sínum erlendis. „Það myndi ég segja. Nú er að lengjast í þessum umspilsleikjum og þetta er einhvern tímann í framtíðinni. Auðvitað verður hann að standa sig vel hérna heima. Hann á þetta ekkert sæti eins og einhver annar þó að hann hafi haldið því lengi og átt það skilið lengi, þá eru bara aðrir markmenn að koma upp.“ „Hannes verður líka góður í sumar. Þetta var ár sem var svolítill pirringur í honum. Ég held að það hafi skilað sér pínu lítið út á völlinn. Eitt viðtalið eftir leik, hann var örugglega að semja það í leiknum. Ég held að hann ætti að halda áfram að vera markvörður og hætta að pæla í því sem gerist fyrir utan völlinn, þá er hann stórkostlegur,“ sagði Tómas Ingi og vitnaði væntanlega í viðtal við Hannes eftir leik Vals og KR síðasta sumar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Hannes
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira