Í dag gengur í sunnanátt, um 5 til 13 metra á sekúndu. Þurrt og bjart verður á Austurlandi, en búast má við rigningu annars staðar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Hiti verður á bilinu 7 til 13 stig, en 15 til 23 stig á norðaustan- og austanverðu landinu.
Hér má sjá veðurhorfur næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Laugardagur:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 16 stig, mildast á A-verðu landinu.
Sunnudagur:
Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.
Mánudagur:
Sunnan 8-13 og rigning um morguninn, en hægari og styttir víða upp síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands.
Þriðjudagur og miðvikudagur (lýðveldisdagurinn):
Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 8 til 14 stig.