Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2020 17:03 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum.
Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48