Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 23:02 Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Air Iceland Connect lét gera og áformað er að Isavia taki yfir. Mynd/Kurtogpí. Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Það hafa einkum þrjár staðsetningar verið ræddar fyrir nýja flugstöð; austan við afgreiðslu Flugfélagsins, við Loftleiðahótelið og við Umferðamiðstöðina. Núna stefnir í þá niðurstöðu hún verði reist á sama stað og gamla Flugfélagsbyggingin, sem verði rifin. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Þessi kostur, að endurbyggja á sama stað, er að okkar mati bestur og áhugavert tækifæri til að koma framkvæmdinni bara strax af stað og að ganga um leið frá öllu umhverfinu, bílastæðum og slíku í leiðinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Air Iceland Connect hafði látið teikna flugstöð en samgönguráðherra og fjármálaráðherra kynntu ríkisstjórn þá hugmynd að Isavia tæki yfir verkefnið. Gert er ráð fyrir að flugstöðin verði um 1.600 fermetrar að stærð, nokkru stærri en Flugfélagsafgreiðslan. Þar yrðu sæti fyrir 150-200 manns. Einnig yrði aðstaða til að framkvæma öryggisleit, vegabréfaskoðun og tollafgreiðslu fyrir millilandaflug.Mynd/Kurtogpí. „Flugfélagið var komið með framkvæmdaleyfi í raun frá Reykjavíkurborg og við vonumst til að geta yfirtekið það framkvæmdaleyfi. Þá gæti, þegar samningar liggja fyrir - væri hægt að bjóða þetta út - og vonandi bara helst á þessu ári - og spíta þannig inn í meiri atvinnusköpun og meiri tækifæri. Og auðvitað þessa nauðsynlegu uppbyggingu þarna á staðnum,“ segir ráðherrann. Flugstöðin myndi þjóna bæði Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni, sem og öðrum flugfélögum sem þess óska.Mynd/Kurtogpí. Flugstöðin yrði byggð í áföngum, og flugafgreiðslu haldið gangandi á meðan. Gert er ráð fyrir að allt innanlandsflug verði í húsinu sem og takmarkað millilandaflug og að leigutekjur og bílastæðagjöld standi undir kostnaði. „Og verði svona sjálfbær fjárfesting. Og með því að taka bílastæðin með og undir þá sjáum við fyrir okkur að það gæti vel orðið þannig. Heildarkostnaður er kannski ekki nákvæmur en ég myndi trúa að þetta yrði í kringum milljarður,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45