Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 14:30 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Aðsend/Olís Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma. Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira