Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 20:00 Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira