Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 13:03 Feðgarnir Sveinn Sæland og Axel Sæland sem reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir. Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir.
Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira