Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2020 22:28 Hér má sjá styttuna útataða í málningu. MOURAD BALTI TOUATI/EPA Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á.Það er krafa mótmælenda að styttan verði fjarlægð úr garði sem nefndur er eftir Montanelli, og að nafni garðsins verði breytt. Montanelli, sem lést árið 2001, viðurkenndi á sínum tíma að hafa keypt tólf ára stúlku frá Erítreu og kvænst henni, þegar hann var í ítalska hernum á fjórða áratug síðustu aldar. Þá varði hann einnig nýlendustefnu í skrifum sínum. Mótmælendahópurinn sem vann skemmdarverk á styttunni segja Montanelli hafa verið „nýlendusinna sem gerði þrælahald stóran hluta af sinni pólitísku stefnu.“ Eins sögðu mótmælendur að ekki ætti að hampa slíkum mönnum á opinberum stöðum. Giuseppa Sala, borgarstjóri Mílanó, hefur hins vegar sagt að styttan væri viðurkenning á óumdeilanlegum afrekum Montanelli á sviði blaðamennsku. „Hann var frábær blaðamaður sem barðist fyrir frelsi fjölmiðla. Þegar við lítum yfir æviskeið okkar, getum við þá sagt að það sé óflekkað? Líf manna eru dæmd í öllum sínum fjölbreytileika,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sala. Sjálfboðaliðar sjást hér þrífa styttuna.Andrea Fasani/EPA Ítalía Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á.Það er krafa mótmælenda að styttan verði fjarlægð úr garði sem nefndur er eftir Montanelli, og að nafni garðsins verði breytt. Montanelli, sem lést árið 2001, viðurkenndi á sínum tíma að hafa keypt tólf ára stúlku frá Erítreu og kvænst henni, þegar hann var í ítalska hernum á fjórða áratug síðustu aldar. Þá varði hann einnig nýlendustefnu í skrifum sínum. Mótmælendahópurinn sem vann skemmdarverk á styttunni segja Montanelli hafa verið „nýlendusinna sem gerði þrælahald stóran hluta af sinni pólitísku stefnu.“ Eins sögðu mótmælendur að ekki ætti að hampa slíkum mönnum á opinberum stöðum. Giuseppa Sala, borgarstjóri Mílanó, hefur hins vegar sagt að styttan væri viðurkenning á óumdeilanlegum afrekum Montanelli á sviði blaðamennsku. „Hann var frábær blaðamaður sem barðist fyrir frelsi fjölmiðla. Þegar við lítum yfir æviskeið okkar, getum við þá sagt að það sé óflekkað? Líf manna eru dæmd í öllum sínum fjölbreytileika,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sala. Sjálfboðaliðar sjást hér þrífa styttuna.Andrea Fasani/EPA
Ítalía Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira